Stóra Planið Þáttaröð
2025 | Þáttaröð | Gamanefni
Unnið úr kvikmyndinni Stóra Planið (2008)

Stóra Planið - 5 þættir
Þættirnir byggja á kvikmyndinni Stóra Planið (2008) og eru alls fimm talsins, hver um 30–35 mínútur að lengd. Heildarlengd um 150 mínútur.
Davíð (Pétur Jóhann), sem er í handrukkaragengi, flytur í nýja blokk og kynnist nágranna sínum, einmana grunnskólakennaranum Haraldi (Eggert Þorleifsson). Haraldur er þó ekki allur þar sem hann er séður — eða svo hann lætur Davíð halda. Hann sannfærir hann um að hann sé í raun glæpakóngur í felum. Davíð segir félögum sínum frá og er fljótlega fenginn til að njósna um Harald, með óvæntum afleiðingum.
Helstu hlutverk: Pétur Jóhann Sigfússon, Eggert Þorleifsson, Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Benedikt Erlingsson, Michael Imperioli, Zlatko Krickic, o.fl.
Fyrsti þátturinn er frír (sjá neðar á þessari síðu) og hægt er að kaupa alla þáttaröðina hérna.
Stóra Planið Þáttaröð - Trailer
Stóra Planið - Þáttur 01/05
Stóra Planið - Fyrsti Þáttur (Frítt)
Fyrsti þátturinn er frír og hægt er að kaupa alla þáttaröðina hérna.